fimmtudagur, október 25, 2007

"Ég er fastur í andremmu örlaganna. Líkt og fiskifluga í hægðum miðaldra framsóknarkvenna. Örlögin ráðin."
Vilborg lapti síðasta sopann úr 20 cm kristalsglasinu, strauk af því mesta varalitinn og lokaði dagbókinni. Að því búnu reif hún af sér öll klæði og argaði: sæði. Vésteinn, meintur ástmaður hennar til marga ára, og staðfestur sambýlismaður, greip samstundis um nára og næríur og faldi sig í hjarni við húshornið. Villa samfarahjúkka, eins og vinkonur hennar kölluðu hana, lét engan bilbug á sér finna. Hún íklæddist iljaskjólu en var annars nakin og skundaði út. Samfarasafi hennar fraus við hnésbætur og stirndi á vökvann í tunglsljósinu. Vésteinn byrjaði að hýperventilera og ákallaði helstu verndarvætti og einstaka forynju. En allt fór á sama veg og áður. Vilborg reif Védda upp úr hjarninu og bar hann til bedda. Slík var hennar gredda að hún innlimaði hann freðinn. Vésteinn barðist um á tá og hvirfli en við það jukust nautnir Villu. Hann hreyfði sig þá hvurgi en þá heyrðist í durgi er falinn var yndir skáp: Ég skal limrassa þennan mann. Véddi var staddur í þríkanta víti og hætti að anda. Kvikindin tvö tóku á öllu sínu og mitt í þessari pínu sló hjarta hans sitt síðasta slag. Og nú er lag, að hætta.