föstudagur, apríl 25, 2003

Nef fyrir ísskápum


Sú ótæka heimilssvívirða andlát ísskápsins fór fram í vikunni. Skápurinn fílaði ekki stórinnkaup húsmóðurinnar á framandgrasi og súisíderaði.
Fjöltattúa ísskápafræðingur kom hér með gas og græjur og reyndi að blása lífi í hann en það var um seinan. Hjartað hafði gefið sig.
Arftaki hans er fundinn og verður ferjaður í hús við fyrsta tækifæri.

Narta hér í Beck's. Sá drykkur er tiltölulega laus við vöndun. Kældi helvítið í höndunum.

Nú herjar á mig ískyggilegt kvef. Það brakar og brestur í nösunum á mér. Geysilega hressandi að kvefast við og við. Furðulegt hversu hraustlega nefið hefur orðið yndir í baráttu skynfæranna um aðgang að meðvitundinni. Neflaus maður myndi fúnkera ágætlega. Afar mörg kvikindi reiða sig á nefið og útpælda greiningarmiðstöð þess. Nefjun mannanna er e.t.v. óþörf að mestu. Hugsanlega hafa nasirnar greiðan aðgang að heila okkar en sýna þá slægð að taka sveig fram hjá meðvitundinni sem er því grunlaus um starfsemi þess.

Finn lykt af svefni.

laugardagur, apríl 19, 2003

Dvergurinn úr rekkju!


Jæja, er nú risinn úr rekkju, kl. 09. Ef ég væri 60 cm smærri mætti segja að ég væri dvergurinn úr rekkju.
Snáðinn fer hamförum í glímunni við leikföng hér á gólfinu. Étur þau flest.
Aðrir liðsmenn familíunnar sofa. Hef ekki hugmynd um hvað mig dreymdi í nótt. Það er djöfullegt. Jú, nú man ég það. Þvílík sýra. Margliða mannasýra og þeytingur um furðuheima þess sem aldrei gerist. Get eiginlega ekki greint frá draumum næturinnar, þeir eru of flóknir.
Ætla nú að herja á kælitæki heimilisins í leit að árbít.
Ætli séu einhverjar líkur á því að Hannes Hrólfsson bóndi arki nú um tún í leit að dýrbít?

Hallur yndir hallarhöllun?


Nú er nótt. Föstudagurinn langi að baki. Kristur hékk með þjófum fyrir tæpum 2000 árum.
Hvort ætli sé vænlegra að liggja yndir líni eða liggja í víni á nóttu sem þessari?

Ég ætla yndir línið. Gerði mér nefnilega lítið fyrir seint á síðasta ári og eignaðist son. Hann vaknar árla. Ég ætla að vakna með kappanum samgleðjast honum í ótæmandi lífsgleði hans. Ég velti því stundum fyrir mér þegar ég horfi á hann iðandi af lífi og brosandi út að eyrum hvort að maður hafi í fljótfærni sinni misst sjónar af fjörinu í tilverunni. Hvort maður skipti út brosi fyrir bögg með hverju árinu sem líður. Maður verður þá orðinn þrælböggaður um fimmtugt. Og alveg svívirðilega fúll öldungur. Ef til vill getur maður gírað sig upp í bullandi gleði og kæruleysi, hoppað um grundir og sönglað almættinu dýrðarsöngva. Reyndar er ég afar sáttur við almættið. Ber blendnari tilfinningar til sjálfs míns. "Í auga þínu, allt í heimi ásýnd fær, eins þú horfir, eins það grætur eða hlær" sagði einhver Þjóðverji. Stundum sér maður ekki þetta bullandi fjör sem auðvitað blasir við.

Hvað er þá til ráða? Hugsanlega að ganga fyrr til náða. Ég er farinn að hallast að því. Hallast að höllun. Hef aldrei hallað mér í höll. Hvernig ætli það sé? Ætli séu til menn sem eru sérdeilis hallir yndir hallarhöllun? Vilja hvergi annar staðar halla höfði. Ætli séu til menn sem vegna lífræðilegra furðuglegheita geta alls ekki hallað höfði? Þurfa því að gista uppréttir?

Kettir er afspyrnuvandaðir svæflar. Sofna með listrænum tilþrifum hvar og hvenær sem er. Afar farsælt að sofna með slíkum öndvegisdýrum. Svo er hægt að kveikja á mali í þeim ef manni gengur illa að sofna sjálfum. Ef það svæfir mann ekki þá er einfaldlega einhver hundur í manni og tilgangslaust að reyna að sofna.

Well, hverf í svefn. ZZZZZZZZZZZZZZZZZ

mánudagur, apríl 14, 2003

Dauði og gjöreyðing!

Langt líður á milli blogga hjá mér. Svo langt að innrás stórvelda í frumheima rúmast á milli þeirra. Afar dapurlegt fyrir manninn að útkljá deilumál með járni og púðri. Framtíðin mun væntanlega fellan þungan dóm yfir þessu stríði. Að vísu er afar líklegt að Saddi sé ómenni hið mesta en erfitt er að trúa því að eina leiðin til að fanga hann sé að sprengja sér leið að honum í gegnum þegna hans.

Alheimssýran hefur yfirgefið mig. Leita hennar um víðan völl.