laugardagur, nóvember 22, 2008

Ragnar, andskotastu til að mylja lárviðarblöð ofan í taðmjólkina.
Þegiðu andsetna fól, annars myl ég þig ofan í rotþró.
Er þetta þitt andsvar góði?
Já, viltu andmæla því?
Þú ert andlaus með öllu.
Sál þín er andvana.
Andaðu rólega, andstutta tussa.
Well, ekkert varð af árlegri októberfærslu. Klakinn fór fjandans til þann mánuðinn. Auðhyggjan andaðist. Ekki græt ég það, fann mig ekki í þeim veruleika. Vonandi kemur hann aldrei aftur. Ekki að það hafi haft áhrif. Ástæðan er sú að ekki verður bloggað í október þegar ártalið endar á átta.

Nú gáfublogga menn alveg hægri vinstri um lausnir og verðandi lík.
Hér verður djúpt á gáfublogginu og ekkert ritað um fé. Nú, nema sauðfé.
Það er alltaf hressandi að vippa sér að gaddavírsgirðingu og stara á sauðfé. Rollurnar stara á mann til baka, tómlega og japla á haddi jarðar, skakkmyntar. Þá stendur tíminn í stað.