miðvikudagur, apríl 04, 2012

Hvar er þetta allt?  Hvert fór þetta helvíti?  Ýmir vöknar í fæturnar í fjöruborðinu en tekur ekki eftir því.  Sólin, sem er við það að sökkva í sæ, litar augu hans rauð.  Lognið er undirleikur þagnarinnar.  Tómið faðmar vonleysi hans.  Stundin er runnin upp.

Ýmir fer úr skónum.  Þvínæst úr blautum sokkunum.  Hann afklæðist buxum og bol og stígur af nákvæmni út í stilltan sæinn.  Hann veður af ákefð þar til sjórinn nær honum í mitti.  Þá stoppar hann og bíður. Þeir láta ekki sjá sig fyrsta hálftímann en Ýmir bugast ekki.  Fylgir sólinni undir sjónarrönd uns augun dökkna.  Það er nótt.

Fyrsta kvikindið birtist laust eftir eitt.  Hann nær því ekki, en stendur á sama.  Hann veit sem er að hagur hans vænkast senn.  Núlleitt nítján hefst fjörið.  Þorskurinn líður stefnulaust áfram í sjónum líkt og fjöður í mjúkum blæ.  Ýmir spennir greipar og festir kvikindið án fyrirvara í lúkum sér.  Þorskurinn þeysir sporði og spriklar án árangurs.  Á svipstundu nær Ýmir að losa um besefa sinn og makast við þorskinn af ákafa.  Hann makast við hann til dögunar.  Ársólin kveikir loks rænu í vitstola huga Ýmis.  Þorskurinn flýtur á yfirborðinu rænulítill.  Ýmir heldur til lands.  Hann er engu nær.  Sturlun hans hefur náð virðulegu stigi.