miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Þýska fartið
Þýski viðrekstrarþátturinn í barnauppeldi RÚV um daginn var hrein snilld. Sérstakt þegar að öldungurinn saug gasað hveiti upp í þarminn aftur. Afar vönduð tilþrif.
Sætraðir
Undarleg sætröð herjaði á mig um nótt nýverið. Ég var staddur á sjúkrahúsi og var að fá niðurstöðu úr einhverri rannsókn. Leikarinn Willem Dafoe var læknir í þessum draumi og greindi mér frá því að rannsóknin hefði ekkert markvert leitt í ljós. Ég spurði hann þá umsvifalaust að því hvort að ekki gæti verið um hemólýtíska streptókokka að ræða. Dafoe kættist ákaflega við þessa uppástungu og ákvað að taka úr mér hálssýni. Sýnatakan fór þannig fram að kappinn tróð upp í mig 20 cm breiðri og líklega um 40 cm langri gúmmíeiningu, rak hana ofan í kok á mér. Ég átti, eins og gefur að skilja, afar erfitt með andardrátt við þessar aðfarir Dafoe og vaknaði í kjölfarið. Furðulegur draumur. Er að velta því fyrir mér hvort ég hafi verið að éta sængina mína í svefni. Kemur væntanlega í ljós ef ég skít fjöðrum næstu daga.

föstudagur, nóvember 15, 2002

Skita
Fátt dregur jafn hraustlega úr heimspekilegum þönkum og skita. Farsæl skita tæmir hugann og hinn efnislegi veruleiki tekur yfir. Hvernig ætli heimspekingar taki á þessum vanda? Ætli þeir skíti minna en annað fólk? Það væntanlega fátt jafn niðurdrepandi og að vera hugfanginn í leit að æðri veruleika þegar að kerfið sendir mann svo bara á settið til skitu. Aldrei hef ég heyrt talað um skitu andans. Draugaskitu er ekki getið í íslenskum þjóðsögum. Veit ekki með himneskar bókmenntir. Ólíklegt að eftirfarandi texti komi þar fyrir: "Kristur mælti af miklum eldmóði og viti, fræddi menn um Föðurinn og framtíð manna. En menn fylltust undrun og á hann litu er hann sagði: sorrý gæs, þarf að bregða mér frá vegna skitu." Hin dæmigerða skita og æðri veruleiki eiga ekki samleið.
Lífveran Vlad
Hin vandaða lífvera Vlad er horfin. Afar forvitnileg lífvera. Geggjun hennar er úthugsuð.

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Ótrúlega svívirðilegt að svissnesk skólp slái Liverpool út úr Meistaradeildinni. UEFA ætti að sjá sóma sinn í að ógilda þessi úrslit hið snarasta.
Í leiðinni ætti UEFA að banna leikskipulagið 4-5-1.

mánudagur, nóvember 11, 2002

"Já, góðan dag, Ragnar Teódórsson hársnyrtir og raflagnaséni hér, ekki eigið þið til forhúðað saltvatn?"
"Haltu kjafti Hannes og einbeittu þér að sólinni!"

laugardagur, nóvember 09, 2002

Dala-Systurnar eru afspyrnuvel rakaðar. Sú yngri er með víst með gráðu í þarmarakstri. Gott að vita af því.

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Hversu stór hluti Sövik ættarinnar ætli sé sofandi þegar þessar línur eru ritaðar?
Það hefur sótt á mig gríðarþreyta við þessar skriftir. Mun fljótlega loka augunum og horfa á draumamyndbönd næturinnar. Maður þyrfti nú stundum að geta hraðspólað yfir draumana. Mig dreymdi t.d. síðustu nótt að ég fór inn í verslun til að kaupa skeið. Ég fann enga skeið enda staddur í glerverslun. Sérlega vandaður afgreiðslumaður tók sig til og smíðaði handa mér hnífaparasett með viðarhandföngum, útskornum. Fé mitt var af skornum skammti. Ég sagði manninum að mig vantaði bara eina skeið. Hann reyndi að malda í móinn og sem betur fer þá vaknaði ég við það. Djöfull er maður leiðinlegur ef mann dreymir bara skeiðarkaup. Furðulegt. Afar ósáttur við ímyndunaraflið þessa nótt.

Ég vonast til að dreyma vandaða erótíska drauma sem gerast í geimnum í nótt. Tími til kominn. Afar vönduð hönnun á geimgallabuddunum á köflum. Einnig væri farsælt að dreyma rímnakvöld með almættinu og aflraunastorknum Höffner. Sé það þó ekki gerast í bráð.
Djöfull langar mig að bregða mér út í garð að urða nokkur hræ. Verst að í kringum mig er allt kvikt.
Held mér nú vakandi. Hef komist að því að svefn hentar illa líkamsstarfssemi minni. Merkilegt að á þessari stundu liggja milljarðar kvikinda sofandi út um alla jörð.
Maður sofnar nú samt á endanum. Annars er nú mesta snilldin að reyna að sofna ekki eftir að maður hefur andað að sér svæfandi gasi. Maður verður að hugsa nýja hugsun á nokkura sekúndna fresti til að sofna ekki umsvifalaust. Ef það tekst ekki sogast maður í svefnheima á svívirðilega lymskulegan hátt. Maður skilur svo ekkert í því þegar maður kemst til meðvitundar á ný hvernig það fór fram hjá manni að maður var að sofna.

Á þessari stundu er sérstaklega líklegt að maður að nafni James hafi verið að skíta hraustlega einhvers staðar á hnettinum. Rétt eins og með svefninn þá eru menn dæmdir til skitu. Ætli sé til tæmandi listi yfir nauðsynlegar athafnir mannsins? Vandað að eiga þann lista. Ætli mök séu á þeim lista? Er maðurinn dæmdur til kynmaka? Jean Paul Sartre sagði að maðurinn væri dæmdur til að vera frjáls. Það var í siðferðislegum skilningi. Maðurinn hefur tilhneigingu til að líta ekki á sig sem dýr heldur sem nánast andlega veru að fullu. Ætli páfinn skíti hvítataði, saur hinna útvöldu? Við hvern teflir helvítið þegar að hann situr við skitu?

Fuglar njóta þeirra ótrúlegu forréttinda að geta skitið fljúgandi. Þeir geta fyrir vikið skitið á hvaða andskota sem er. Alveg hreint magnað. Fisksskitan er er aftur á móti fábreytileg og fjörlaus. Kannski lífga þeir upp á þetta með því að skíta á móti straumi og synda svo undan eigin saur.



þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Ágætu lífverur!
Skilaboð bárust rétt í þessu að handan. Þau voru á þessa leið: "Ég er myrkrið, mýktin og hlýjan. Lútið forystu minni og berjið af ykkur klæði og aur. Fold mun af bergi hverfa. Afhendið utangarðsmönnum innyfli ykkar.
Orð dagsins:
Hamfarasamfaraframfarir
-> Aukin gæði kynmaka í kjölfar hamfara, t.d. jarðskjálfta eða veðurofsa.

mánudagur, október 28, 2002

Hvað í djöflinum er uglugufa?
Jósafat Ragnarsson auðmaður er ekki fæddur enn. Furðuleg staðreynd.
Hvaða andskoti ætli semji brandara ársins í ár?
"Eru þetta ábrystir fröken Ragnheiður eða bara gömul mjólk?"
"Nei, þetta er hvítatað, saur hinna útvöldu"