sunnudagur, apríl 09, 2006

Öldruð sms

I

Mörk raunveruleikans við viðbjóð hins erlenda þvags urðu ógreinilegri með hverjum dropa sem féll. Kettir umturnuðust og klóruðu nafn hins skítuga á kynfæri sín.

II

Taugasímar atorku minnar eru allir utan þjónustusvæðis. Vitundin dofin eftir stríðsöskur frumhvatanna. Í djúpinu skilst sannleikurinn frá mér í neti örlaganna.

III

...og upp úr gröfunum spruttu þeir sem óðir menn og ældu spínati. Kynmök englanna héldu sólinni í skefjum. Umlukin glerkúlu féll veröldin saman í lófa mér...

IV

Í golu úr rössum hinna tannlausu berst tvíballa lífvera í skaut skautadansarans Yrju Kress. Hún fagnar því og festir nakta álfa á lúsaber. Ljós blikka í álftum.

Engin ummæli: