þriðjudagur, október 10, 2006

Senn fer vetur í hönd. Sumarið á leið út, hugsanlega úr fæti eða í gegnum analinn. Veit ekki hvaða leið þar fer. Veturinn er tími Blognaldsins enda birtast honum þá óteljandi sýnir og sannleikur sem sumarið sveipar hulu. Nú er ráð að rita í gulu.

Blognaldur mun nú snæða súrmeti og fjallleginn innmat úr úlfahjörðum til að öðlast ritfærni á ný.
Nú þegar birtast honum sýnir af marglitum samkynhneigðum listamönnum að skrautskrifa níð um forynjur á álagasteina. Sögur af samlífi marglytta og meyja, mjaðmalistakvenna og peyja og jafnvel ástir mosa og mattadorsnillinga. En allar sögur og sýnir bíða fyrstu snjóa. Það verður því bið um hríð ...

Engin ummæli: