föstudagur, apríl 25, 2003

Nef fyrir ísskápum


Sú ótæka heimilssvívirða andlát ísskápsins fór fram í vikunni. Skápurinn fílaði ekki stórinnkaup húsmóðurinnar á framandgrasi og súisíderaði.
Fjöltattúa ísskápafræðingur kom hér með gas og græjur og reyndi að blása lífi í hann en það var um seinan. Hjartað hafði gefið sig.
Arftaki hans er fundinn og verður ferjaður í hús við fyrsta tækifæri.

Narta hér í Beck's. Sá drykkur er tiltölulega laus við vöndun. Kældi helvítið í höndunum.

Nú herjar á mig ískyggilegt kvef. Það brakar og brestur í nösunum á mér. Geysilega hressandi að kvefast við og við. Furðulegt hversu hraustlega nefið hefur orðið yndir í baráttu skynfæranna um aðgang að meðvitundinni. Neflaus maður myndi fúnkera ágætlega. Afar mörg kvikindi reiða sig á nefið og útpælda greiningarmiðstöð þess. Nefjun mannanna er e.t.v. óþörf að mestu. Hugsanlega hafa nasirnar greiðan aðgang að heila okkar en sýna þá slægð að taka sveig fram hjá meðvitundinni sem er því grunlaus um starfsemi þess.

Finn lykt af svefni.

Engin ummæli: