fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Hversu stór hluti Sövik ættarinnar ætli sé sofandi þegar þessar línur eru ritaðar?
Það hefur sótt á mig gríðarþreyta við þessar skriftir. Mun fljótlega loka augunum og horfa á draumamyndbönd næturinnar. Maður þyrfti nú stundum að geta hraðspólað yfir draumana. Mig dreymdi t.d. síðustu nótt að ég fór inn í verslun til að kaupa skeið. Ég fann enga skeið enda staddur í glerverslun. Sérlega vandaður afgreiðslumaður tók sig til og smíðaði handa mér hnífaparasett með viðarhandföngum, útskornum. Fé mitt var af skornum skammti. Ég sagði manninum að mig vantaði bara eina skeið. Hann reyndi að malda í móinn og sem betur fer þá vaknaði ég við það. Djöfull er maður leiðinlegur ef mann dreymir bara skeiðarkaup. Furðulegt. Afar ósáttur við ímyndunaraflið þessa nótt.

Ég vonast til að dreyma vandaða erótíska drauma sem gerast í geimnum í nótt. Tími til kominn. Afar vönduð hönnun á geimgallabuddunum á köflum. Einnig væri farsælt að dreyma rímnakvöld með almættinu og aflraunastorknum Höffner. Sé það þó ekki gerast í bráð.

Engin ummæli: