föstudagur, nóvember 15, 2002

Skita
Fátt dregur jafn hraustlega úr heimspekilegum þönkum og skita. Farsæl skita tæmir hugann og hinn efnislegi veruleiki tekur yfir. Hvernig ætli heimspekingar taki á þessum vanda? Ætli þeir skíti minna en annað fólk? Það væntanlega fátt jafn niðurdrepandi og að vera hugfanginn í leit að æðri veruleika þegar að kerfið sendir mann svo bara á settið til skitu. Aldrei hef ég heyrt talað um skitu andans. Draugaskitu er ekki getið í íslenskum þjóðsögum. Veit ekki með himneskar bókmenntir. Ólíklegt að eftirfarandi texti komi þar fyrir: "Kristur mælti af miklum eldmóði og viti, fræddi menn um Föðurinn og framtíð manna. En menn fylltust undrun og á hann litu er hann sagði: sorrý gæs, þarf að bregða mér frá vegna skitu." Hin dæmigerða skita og æðri veruleiki eiga ekki samleið.

Engin ummæli: