miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Sætraðir
Undarleg sætröð herjaði á mig um nótt nýverið. Ég var staddur á sjúkrahúsi og var að fá niðurstöðu úr einhverri rannsókn. Leikarinn Willem Dafoe var læknir í þessum draumi og greindi mér frá því að rannsóknin hefði ekkert markvert leitt í ljós. Ég spurði hann þá umsvifalaust að því hvort að ekki gæti verið um hemólýtíska streptókokka að ræða. Dafoe kættist ákaflega við þessa uppástungu og ákvað að taka úr mér hálssýni. Sýnatakan fór þannig fram að kappinn tróð upp í mig 20 cm breiðri og líklega um 40 cm langri gúmmíeiningu, rak hana ofan í kok á mér. Ég átti, eins og gefur að skilja, afar erfitt með andardrátt við þessar aðfarir Dafoe og vaknaði í kjölfarið. Furðulegur draumur. Er að velta því fyrir mér hvort ég hafi verið að éta sængina mína í svefni. Kemur væntanlega í ljós ef ég skít fjöðrum næstu daga.

Engin ummæli: