fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Held mér nú vakandi. Hef komist að því að svefn hentar illa líkamsstarfssemi minni. Merkilegt að á þessari stundu liggja milljarðar kvikinda sofandi út um alla jörð.
Maður sofnar nú samt á endanum. Annars er nú mesta snilldin að reyna að sofna ekki eftir að maður hefur andað að sér svæfandi gasi. Maður verður að hugsa nýja hugsun á nokkura sekúndna fresti til að sofna ekki umsvifalaust. Ef það tekst ekki sogast maður í svefnheima á svívirðilega lymskulegan hátt. Maður skilur svo ekkert í því þegar maður kemst til meðvitundar á ný hvernig það fór fram hjá manni að maður var að sofna.

Á þessari stundu er sérstaklega líklegt að maður að nafni James hafi verið að skíta hraustlega einhvers staðar á hnettinum. Rétt eins og með svefninn þá eru menn dæmdir til skitu. Ætli sé til tæmandi listi yfir nauðsynlegar athafnir mannsins? Vandað að eiga þann lista. Ætli mök séu á þeim lista? Er maðurinn dæmdur til kynmaka? Jean Paul Sartre sagði að maðurinn væri dæmdur til að vera frjáls. Það var í siðferðislegum skilningi. Maðurinn hefur tilhneigingu til að líta ekki á sig sem dýr heldur sem nánast andlega veru að fullu. Ætli páfinn skíti hvítataði, saur hinna útvöldu? Við hvern teflir helvítið þegar að hann situr við skitu?

Fuglar njóta þeirra ótrúlegu forréttinda að geta skitið fljúgandi. Þeir geta fyrir vikið skitið á hvaða andskota sem er. Alveg hreint magnað. Fisksskitan er er aftur á móti fábreytileg og fjörlaus. Kannski lífga þeir upp á þetta með því að skíta á móti straumi og synda svo undan eigin saur.



Engin ummæli: